Undirleikari

Undirleikari Karlakórs Selfoss er Jón Bjarnason

jon undirleikari

Jón Bjarnason fæddist í Skagafirði árið 1979.

Hann hóf píanónám 7 ára gamall í Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu. Þegar Jón var fjögurra ára gamall var hann farinn að spila á píanó enda þrjú eldri systkini hans öll byrjuð í hljófæranámi.

Píanókennarar Jóns eru orðnir margir og hófst formlegt nám hjá Önnu Kristínu Jónsdóttur (móðursystur hans) sem var þá skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu, Katherine Sidell, Richard Simm og dr. Thomas R. Higgerson og lauk Jón 8. stigs prófi í píanóleik á Hofsósi undir hans handleiðslu.

Jón lauk síðan píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2003. Þar lærði hann hjá Jónasi Sen, Peter Máté og Halldóri Haraldssyni. Einnig sótti Jón fjölmarga tíma hjá Sigríði Einarsdóttur sem var yfirmaður píanókennaradeildar Tónlistarskólinn í Reykjavík.

Á þessu tímabili voru fjölmargir masterclass tímar hjá virtum píanóleikurum sem voru á tónleikaferðum til Íslands, menn á borð við Christopher Czaja Sager.

Árið 2000 tók Jón þátt í 10 daga tónlistarnámskeiði fyrir klassísk hljóðfæri í Tékklandi í bæ sem heitir Télc. Þangað fóru nokkrir efnilegir nemendur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík m.a. Matthías Nardeau óbóleikari og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari. Píanóleiðbeinandinn námskeiðsins heitir Jaromir Klépac frá Tékklandi.

Jón var þátttakandi í fyrstu píanókeppni á Íslandi og hafnaði þar í þriðja sæti. Sú keppni var haldin á vegum EPTA.

Jón byrjaði að læra á orgel samhliða píanónáminu árið 2000 og hefur verið í fullu starfi sem organisti frá 2003 og í Skálholtsprestakalli frá 2009.

Hann tók við starfi undirleikara hjá Karlakór Selfoss haustið 2011.

Share