Aðalfundur Karlakórs Selfoss var haldinn mánudagskvöldið 29. ágúst 2016 og auk venjulegra aðalfundarstarfa var kosin ný stjórn og nýr formaður í stað Gísla Á Jónssonar sem verið hefur formaður síðastliðin 10 ár og eru honum þökkuð hans störf þessi ár.
Ný stjórn kórsins er þannig skipuð í dag.
Formaður: Ómar Baldursson
Gjaldkeri : Þórir Haraldsson
Meðstjórnendur:
Björgvin Magnússon, Óskar Þorsteinsson, Björgvin Snorrason og Bjarni Ingimarsson.
Æfingar kórsins munu síðan byrja mánudagskvöldið 3. október og eru allir sem áhuga hafa á söng hvattir til að mæta á þessa fyrstu æfingu þar sem alltaf er pláss fyrir söngmenn.