Afmæli

Veturinn 1964-5 komu nokkrir félagar sem unnu hjá Mjólkurbúi Flóamanna saman og æfðu söng sér til gamans. Þeir skemmtu svo á þorrablóti Mjólkurbúsins og þótti takast vel. Það varð til þess að þeir leituðu til fleiri manna með þá hugmynd að stofna karlakór og fengu víða góðar undirtektir. Stofnfundur kórsins var haldinn 2. mars 1965 og voru þar mættir 25 menn.

Share