Vetrarstarf Karlakórs Selfoss að hefjast

 

Vetrarstarf Karlakórs Selfoss er að hefjast þessa dagana, fyrst æfing vetrarins verður mánudagskvöldið 25. september kl. 20:00 í félagsheimili kórsins að Eyravegi 67. Komandi starfsár er það 53. í sögu kórsins, sem var stofnaður 1965. Mörg spennandi og skemmtileg verkefni eru framundan og söngskrá vetrarins (lagaval) verður væntanlega kynnt á fyrstu æfingunni, en æft verður einu sinni í viku, á mánudagskvöldum.
Stjórnandi Karlakórs Selfoss er Skarphéðinn Þór og píanóleikari Jón Bjarnason.
Nýjir félagar eru velkomnir og eldri söngmenn eru hvattir til að mæta.

Share