Nýr söngstjóri

SÞH

Karlakór Selfoss hefur ráðið nýjan söngstjóra til kórsins og er það Skarphéðinn Þór Hjartarsson og bjóðum við hann velkominn til starfa.

Skarphéðinn Þór Hjartarson er fæddur og uppalinn í Kópavogi.
Hann lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1987 og hefur starfað við tónmenntakennslu síðan.
Hann stundaði söngnám hjá Halldóri Vilhelmssyni, Sieglinde Kahmann og Jóni Þorsteinssyni.
Skarphéðinn hefur sungið með mörgum kórum og sönghópum m.a: Rúdolf, MK kvartettinum, Schola Cantorum, kammerkórnum Carminu, karlakórnum Voces Masculorum og Kór Íslensku Óperunnar.
Hann hefur sungið í mörgum uppfærslum Íslensku Óperunnar bæði í kór og einsöngvari.
Skarphéðinn hefur verið afkastamikill útsetjari og útsett mikið af tónlist fyrir blandaða kóra og smærri hópa.

 

Share