Vetrarstarf Karlakórs Selfoss fer af stað mánudaginn 3. okt.

Eiginkonur, dætur, mæður og systur!

Vill nokkuð svo skemmtilega til að einhverjar ykkar lumi á góðum söngmanni sem þið gætuð séð af svona eins og eitt kvöld í viku? Einhverjum sem langar að syngja í stórum karlakór en ekki bara í sturtunni?  Ef svo er þá getur Karlakór Selfoss alltaf á sig blómum bætt.

Síðasta vetur voru um 70 strákar á öllum aldri við æfingar á mánudagskvöldum í sal Karlakórsins við Eyraveg. Ráðgert er að æfingar vetrarins hefjist 3. október, en tekið verður á móti nýjum mönnum miðvikudaginn 28. september kl. 20 í raddprufu og stutt spjall í sal kórsins að Eyravegi 67.

Nánari upplýsingar fást hjá Ómari formanni í síma 840 5572 eða á tölvupósti kks@karlakorselfoss.is .

Share