Frestun tónleika

Vegna Covid-19 hefur allt starf Karlakór farið úr skorðum og verðum við því miður að fresta tónleikum okkar í vor fram á haustið en ákveðið hefur verið að tónleikar verði í Selfosskirkju 28.10 og 30.10 og í Skálholtsdómkirkju 31.10.

Share

Jólastund

Jólastund Karlakórs Selfoss framundan

Á aðventunni er ágætt að setjast niður, gleðja og efla andann og njóta lífsins í góðu umhverfi. Ekki er verra við slík tækifæri að hlýða á fallega jólatónlist í flutningi Karlakórs Selfoss. Eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá.

Jólastund Karlakórs Selfoss verður í Skálholtsdómkirkju mánudagskvöldið 9. desember nk. og hefst kl. 20:30, en hin síðari er í Selfosskirkju viku síðar, 16. desember og hefst kl. 20.

Á efnisskrá fá allir eitthvað fallegt, jólalög úr ýmsum áttum í bæði þekktum og nýjum útsetningum. 

Alda Ingibergsdóttir syngur einsöngslög með kórnum, stjórnandi er Skarphéðinn Þór Hjartarson og undirleikur er í höndum Jóns Bjarnasonar. 

Aðgangur er ókeypis, en tekið er á móti framlögum til líknarmála. 

Share

Vetrarstarf Karlakórs Selfoss: Kynningarkvöld fyrir nýja félaga

Vetrarstarf Karlakórs Selfoss er að hefjast núna í september. Kynningarkvöld fyrir nýja félaga, já og eldri, verður haldið mánudagskvöldið 23. september kl. 20:00, og fyrst æfing vetrarins verður mánudagskvöldið 30. september kl. 20:00 í félagsheimili kórsins að Eyravegi 67. Komandi starfsár er það 55. í sögu kórsins, sem var stofnaður 1965. Mörg spennandi og skemmtileg verkefni eru framundan og söngskrá vetrarins (lagaval) verður væntanlega kynnt á fyrstu æfingunni, en æft verður einu sinni í viku, á mánudagskvöldum. Um og yfir 60 söngmenn hafa starfað með kórnum undanfarin ár og stjórnandi Karlakórs Selfoss er Skarphéðinn Þór Hjartarson og píanóleikari Jón Bjarnason.

Nýjir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir og eldri söngmenn eru hvattir til að mæta.

Share