Tónleikar Víðistaðakirkju
Vetrarstarf Karlakórs Selfoss: Kynningarkvöld fyrir nýja félaga
Vetrarstarf Karlakórs Selfoss er að hefjast núna í september. Kynningarkvöld fyrir nýja félaga, já og eldri, verður haldið mánudagskvöldið 23. september kl. 20:00, og fyrst æfing vetrarins verður mánudagskvöldið 30. september kl. 20:00 í félagsheimili kórsins að Eyravegi 67. Komandi starfsár er það 55. í sögu kórsins, sem var stofnaður 1965. Mörg spennandi og skemmtileg verkefni eru framundan og söngskrá vetrarins (lagaval) verður væntanlega kynnt á fyrstu æfingunni, en æft verður einu sinni í viku, á mánudagskvöldum. Um og yfir 60 söngmenn hafa starfað með kórnum undanfarin ár og stjórnandi Karlakórs Selfoss er Skarphéðinn Þór Hjartarson og píanóleikari Jón Bjarnason.
Nýjir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir og eldri söngmenn eru hvattir til að mæta.
Karlakór Selfoss gestir Brokkkórsins í Aratungu
Vortónleikar
Þetta verða nokkuð öðruvísi tónleikar hjá okkur í vor. Takið frá tíma til að koma og hlusta. Það væri í raun tómt klúður að missa af þessu! Jón Bjarnason brá sér í stjórnandahlutverkið, og það dugði ekki minna en fjórir undirleikarar í staðinn. Spennandi efnisskrá, bæði létt og klassík í bland.
Fjörið hefst í Selfosskirkju sumardaginn fyrsta kl. 20:30. Svo aftur í Selfosskirkju 30. apríl kl. 20:30, í Fella- og Hólakirkju 2. maí kl.20 og loks í Skálholti laugardaginn 4. maí kl. 17.
Ef myndin prentast vel sést að við erum ekki í smóking…. en hann er að koma úr hreinsun og við verðum klárir fyrir sumarbyrjun. Sjáumst!