Karlakór Selfoss á leið til Cork

Um 100 manna hópur á vegum Karlakórs Selfoss er á förum til Írlands, núna fyrstu dagana í október. Um er að ræða ríflega 50 söngmenn auk maka.
Meiningin er að heimsækja Írskan karlakór, sem starfar í Cork á suður Írlandi, en þeir heimsóttu Selfoss fyrir 3 árum. Æfingar vegna Írlandsferðarinnar hófust í byrjun september því áformaðar eru söngskemmtanir ytra og verður þá sungið m.a. á gelísku. Hafa þær æfingar gengið vonum framar!
Dvalið verður í viku á eyjunni grænu, eins og Írland er gjarnan nefnt, og komið aftur heim 9. október.
 
Heimkomnir munu kórfélagar taka til óspilltra málanna við söngæfingar vetrarins, því mikil dagskrá er framundan. Byrjað verður á að bjóða nýja söngfélaga velkomna fimmtudaginn 11. október kl. 20:00 með raddprófun í félagsheimili kórsins. En síðan hefjast formlegar söngæfingar mánudaginn 15. október.
 
Meðal verkefna á fyrrihluta vetrar má nefna söngskemmtun með Karlakórnum Þröstum úr Hafnarfirði og svo eru tvennir jólatónleikar á dagskrá
Share

Vortónleikar 2018

Karlakór Selfoss vortónleikar 2018.

Senn heilsar okkur sumar og Karlakór Selfoss heldur að vanda fyrstu vortónleika sína á sumardaginn fyrsta, 19. apríl kl. 20:30 í Selfosskirkju.

Kórfélagar hófu æfingar í endaðan september og fyrstu stóru verkefnin voru aðventu- og jólatónleikar í desember sl. þar sem sungin voru jólalög á fernum tónleikum.

Eftir áramót hafa kórfélagar æft ötullega og er verkefnalistinn fyrir vortónleikana fjölbreyttur. Má þar nefna lög sem tengjast íslenskum kvikmyndum og svo óperutónlist, auk heðbundinna karlakórslaga.

Það er gæfa Karlakórs Selfoss að stjórnandi kórsins, Skarphéðin Þór Hjartarson er afbragðs útsetjari og hefur fært mörg falleg lög í prýðilegar útsetningar fyrir kórinn. Ef nokkur lög úr kvikmyndum eru tilgreind má nefna: Sönn ást úr kvikmyndinni Óðal feðranna, Þig dreymir kannske engil úr Djöflaeyjunni,  UFO úr kvikmynd Stuðmanna Með allt á hreinu, og fleiri íslensk lög og að auki eru á söngskránni nokkur lög úr erlendum kvikmyndum.

Karlakór Selfoss hefur viðhaldi þeirri hefð frá stofnun kórsin að syngja fyrstu vortónleikana á sumardaginn fyrsta, sem í ár ber uppá 19. apríl. Næstu tónleikar verða þriðjudaginn 24. apríl í Selfosskirkju kl. 20:30 og svo í Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 26. apríl kl. 20:00. Lokatónleikar þessa starfsárs verða á Flúðum í Félagsheimili Hrunamanna laugardagskvöldið 28. apríl kl. 20:30.

Sem fyrr segir er Skarphéðin Þór Hjartarson stjórnandi kórsins og Jón Bjarnason píanóleikari, og þess má geta hér í lokin að á næsta starfsári tekur Jón við stjórn Karlakórs Selfoss í ársleyfi Skarphéðins Þórs.

 

Share

Vetrarstarf Karlakórs Selfoss að hefjast

 

Vetrarstarf Karlakórs Selfoss er að hefjast þessa dagana, fyrst æfing vetrarins verður mánudagskvöldið 25. september kl. 20:00 í félagsheimili kórsins að Eyravegi 67. Komandi starfsár er það 53. í sögu kórsins, sem var stofnaður 1965. Mörg spennandi og skemmtileg verkefni eru framundan og söngskrá vetrarins (lagaval) verður væntanlega kynnt á fyrstu æfingunni, en æft verður einu sinni í viku, á mánudagskvöldum.
Stjórnandi Karlakórs Selfoss er Skarphéðinn Þór og píanóleikari Jón Bjarnason.
Nýjir félagar eru velkomnir og eldri söngmenn eru hvattir til að mæta.

Share

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Karlakórs Selfoss var haldinn mánudagskvöldið 28. ágúst 2016 og auk venjulegra aðalfundarstarfa var kosin ný stjórn

Ný stjórn kórsins er þannig skipuð í dag.

Formaður: Ómar Baldursson

Gjaldkeri : Þórir Haraldsson

Varaformaður: Björgvin Magnússon

Ritari: Jóhann Pétur Jóhannsson

Meðstjórnendur:

Björgvin Snorrason og Unnar Steinn Guðmundsson.

Æfingar kórsins munu síðan byrja mánudagskvöldið 25. september og eru allir sem áhuga hafa á söng hvattir til að mæta á þessa fyrstu æfingu þar sem alltaf er pláss fyrir söngmenn.

Share

Vor 2017

Nú fer að líða að vori og  sumardeginum fyrsta og þýðir það  eitt að þá eru fyrstu tónleikar Karlakórs Selfoss í Selfosskirkju sem verða svo endurteknir þann 25.apríl í Selfosskirkju , 27.apríl í Fella og Hólakirkju og síðan á Flúðum þann 29.apríl.

Á tónleikum 25.apríl, 27.apríl, og 29.apríl verður með kórnum Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari og eins og áður er stjórnandi Skarphéðinn Þór Hjartarsson og píanóleikari er Jón Bjarnason.

Kórinn mun einnig koma fram með Karlakór Hreppamanna á 20 ára afmælistónleikum þeirra í Selfosskirkju 3.apríl.

Share

Afmæli

Veturinn 1964-5 komu nokkrir félagar sem unnu hjá Mjólkurbúi Flóamanna saman og æfðu söng sér til gamans. Þeir skemmtu svo á þorrablóti Mjólkurbúsins og þótti takast vel. Það varð til þess að þeir leituðu til fleiri manna með þá hugmynd að stofna karlakór og fengu víða góðar undirtektir. Stofnfundur kórsins var haldinn 2. mars 1965 og voru þar mættir 25 menn.

Share

Kveðja

Í dag á björtum degi og við fallega athöfn í Selfosskirkju, kvöddum við í Karlakór Selfoss einn félaga okkar úr 2.tenór, hann Ingva Sigurðsson sem lést þann 20.janúar eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Ingvi var félagi í Karlakórnum með hléum í allmörg ár og er það er sárt að kveðja góðan dreng. Minningin lifir um gòðan félaga. Við vottum fjölskyldu Ingva okkar dýpstu samúðar og þökkum honum fyrir samfylgdina í gegnum árin.

Share