Karlakór Selfoss á leið til Cork

Um 100 manna hópur á vegum Karlakórs Selfoss er á förum til Írlands, núna fyrstu dagana í október. Um er að ræða ríflega 50 söngmenn auk maka.
Meiningin er að heimsækja Írskan karlakór, sem starfar í Cork á suður Írlandi, en þeir heimsóttu Selfoss fyrir 3 árum. Æfingar vegna Írlandsferðarinnar hófust í byrjun september því áformaðar eru söngskemmtanir ytra og verður þá sungið m.a. á gelísku. Hafa þær æfingar gengið vonum framar!
Dvalið verður í viku á eyjunni grænu, eins og Írland er gjarnan nefnt, og komið aftur heim 9. október.
 
Heimkomnir munu kórfélagar taka til óspilltra málanna við söngæfingar vetrarins, því mikil dagskrá er framundan. Byrjað verður á að bjóða nýja söngfélaga velkomna fimmtudaginn 11. október kl. 20:00 með raddprófun í félagsheimili kórsins. En síðan hefjast formlegar söngæfingar mánudaginn 15. október.
 
Meðal verkefna á fyrrihluta vetrar má nefna söngskemmtun með Karlakórnum Þröstum úr Hafnarfirði og svo eru tvennir jólatónleikar á dagskrá
Share