Vortónleikar

Þetta verða nokkuð öðruvísi tónleikar hjá okkur í vor. Takið frá tíma til að koma og hlusta. Það væri í raun tómt klúður að missa af þessu! Jón Bjarnason brá sér í stjórnandahlutverkið, og það dugði ekki minna en fjórir undirleikarar í staðinn. Spennandi efnisskrá, bæði létt og klassík í bland.
Fjörið hefst í Selfosskirkju sumardaginn fyrsta kl. 20:30. Svo aftur í Selfosskirkju 30. apríl kl. 20:30, í Fella- og Hólakirkju 2. maí kl.20 og loks í Skálholti laugardaginn 4. maí kl. 17.
Ef myndin prentast vel sést að við erum ekki í smóking…. en hann er að koma úr hreinsun og við verðum klárir fyrir sumarbyrjun. Sjáumst!

Share