15032151_1873415332891887_7868058652051524070_n

Laugardaginn 3. desember klukkan 17:00 munu Kirkjukórar Rangárþings eystra og Skálholtskórinn sameinast um að syngja jólalög í útsetningum David Willcocks og Anders Öhrwall. Organistarnir Guðjón Halldór Óskarsson og Jón Bjarnason skiptast á að stjórna kórunum og leika á orgelið. Til að auka á hátíðleikann munu Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson leika frábærar yfirraddir David Willcocks og Öhrwall á trompeta. Einnig munu þeir leika konsert í C-dúr fyrir tvo trompeta eftir Antonio Vivaldi. Sópransöngkonan Maríanna Másdóttir syngur nokkur lög með kórunum. Síðan en ekki síst mun Karlakór Selfoss mæta ásamt stjórnanda sínum Skarphéðni Þór Hjartarsyni og munu þeir syngja nokkur lög ásamt því að taka undir í lögum sem öllum tónleikagestum gefst kostur á að syngja með í. Þetta verður mjög hátíðleg stund sem verður mikil upplifun að taka þátt í. Endilega takið þennan rúma klukkutíma frá til að njóta þessara yndislegu jólatónlistar sem aldrei verður þreytt! Ekki síst verður óvenjulegt að geta tekið virkan þátt í stórum hluta tónleikanna.
Aðgangseyrir er aðeins 2000. Krónur 1000. Krónur fyrir eldri borgara og öryrkja. Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Share