Kveðja

Í dag á björtum degi og við fallega athöfn í Selfosskirkju, kvöddum við í Karlakór Selfoss einn félaga okkar úr 2.tenór, hann Ingva Sigurðsson sem lést þann 20.janúar eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Ingvi var félagi í Karlakórnum með hléum í allmörg ár og er það er sárt að kveðja góðan dreng. Minningin lifir um gòðan félaga. Við vottum fjölskyldu Ingva okkar dýpstu samúðar og þökkum honum fyrir samfylgdina í gegnum árin.

Share