Vor 2017

Nú fer að líða að vori og  sumardeginum fyrsta og þýðir það  eitt að þá eru fyrstu tónleikar Karlakórs Selfoss í Selfosskirkju sem verða svo endurteknir þann 25.apríl í Selfosskirkju , 27.apríl í Fella og Hólakirkju og síðan á Flúðum þann 29.apríl.

Á tónleikum 25.apríl, 27.apríl, og 29.apríl verður með kórnum Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari og eins og áður er stjórnandi Skarphéðinn Þór Hjartarsson og píanóleikari er Jón Bjarnason.

Kórinn mun einnig koma fram með Karlakór Hreppamanna á 20 ára afmælistónleikum þeirra í Selfosskirkju 3.apríl.

Share