All posts by Ómar Baldursson

Vor 2017

Nú fer að líða að vori og  sumardeginum fyrsta og þýðir það  eitt að þá eru fyrstu tónleikar Karlakórs Selfoss í Selfosskirkju sem verða svo endurteknir þann 25.apríl í Selfosskirkju , 27.apríl í Fella og Hólakirkju og síðan á Flúðum þann 29.apríl.

Á tónleikum 25.apríl, 27.apríl, og 29.apríl verður með kórnum Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari og eins og áður er stjórnandi Skarphéðinn Þór Hjartarsson og píanóleikari er Jón Bjarnason.

Kórinn mun einnig koma fram með Karlakór Hreppamanna á 20 ára afmælistónleikum þeirra í Selfosskirkju 3.apríl.

Share

Afmæli

Veturinn 1964-5 komu nokkrir félagar sem unnu hjá Mjólkurbúi Flóamanna saman og æfðu söng sér til gamans. Þeir skemmtu svo á þorrablóti Mjólkurbúsins og þótti takast vel. Það varð til þess að þeir leituðu til fleiri manna með þá hugmynd að stofna karlakór og fengu víða góðar undirtektir. Stofnfundur kórsins var haldinn 2. mars 1965 og voru þar mættir 25 menn.

Share

Kveðja

Í dag á björtum degi og við fallega athöfn í Selfosskirkju, kvöddum við í Karlakór Selfoss einn félaga okkar úr 2.tenór, hann Ingva Sigurðsson sem lést þann 20.janúar eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Ingvi var félagi í Karlakórnum með hléum í allmörg ár og er það er sárt að kveðja góðan dreng. Minningin lifir um gòðan félaga. Við vottum fjölskyldu Ingva okkar dýpstu samúðar og þökkum honum fyrir samfylgdina í gegnum árin.

Share

 

15032151_1873415332891887_7868058652051524070_n

Laugardaginn 3. desember klukkan 17:00 munu Kirkjukórar Rangárþings eystra og Skálholtskórinn sameinast um að syngja jólalög í útsetningum David Willcocks og Anders Öhrwall. Organistarnir Guðjón Halldór Óskarsson og Jón Bjarnason skiptast á að stjórna kórunum og leika á orgelið. Til að auka á hátíðleikann munu Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson leika frábærar yfirraddir David Willcocks og Öhrwall á trompeta. Einnig munu þeir leika konsert í C-dúr fyrir tvo trompeta eftir Antonio Vivaldi. Sópransöngkonan Maríanna Másdóttir syngur nokkur lög með kórunum. Síðan en ekki síst mun Karlakór Selfoss mæta ásamt stjórnanda sínum Skarphéðni Þór Hjartarsyni og munu þeir syngja nokkur lög ásamt því að taka undir í lögum sem öllum tónleikagestum gefst kostur á að syngja með í. Þetta verður mjög hátíðleg stund sem verður mikil upplifun að taka þátt í. Endilega takið þennan rúma klukkutíma frá til að njóta þessara yndislegu jólatónlistar sem aldrei verður þreytt! Ekki síst verður óvenjulegt að geta tekið virkan þátt í stórum hluta tónleikanna.
Aðgangseyrir er aðeins 2000. Krónur 1000. Krónur fyrir eldri borgara og öryrkja. Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Share

Vetrarstarf Karlakórs Selfoss fer af stað mánudaginn 3. okt.

Eiginkonur, dætur, mæður og systur!

Vill nokkuð svo skemmtilega til að einhverjar ykkar lumi á góðum söngmanni sem þið gætuð séð af svona eins og eitt kvöld í viku? Einhverjum sem langar að syngja í stórum karlakór en ekki bara í sturtunni?  Ef svo er þá getur Karlakór Selfoss alltaf á sig blómum bætt.

Síðasta vetur voru um 70 strákar á öllum aldri við æfingar á mánudagskvöldum í sal Karlakórsins við Eyraveg. Ráðgert er að æfingar vetrarins hefjist 3. október, en tekið verður á móti nýjum mönnum miðvikudaginn 28. september kl. 20 í raddprufu og stutt spjall í sal kórsins að Eyravegi 67.

Nánari upplýsingar fást hjá Ómari formanni í síma 840 5572 eða á tölvupósti kks@karlakorselfoss.is .

Share

Aðalfundur Karlakórs Selfoss

Aðalfundur Karlakórs Selfoss var haldinn mánudagskvöldið 29. ágúst 2016 og auk venjulegra aðalfundarstarfa var kosin ný stjórn og nýr formaður í stað Gísla Á Jónssonar sem verið hefur formaður síðastliðin 10 ár og eru honum þökkuð hans störf þessi ár.

Ný stjórn kórsins er þannig skipuð í dag.

Formaður: Ómar Baldursson

Gjaldkeri : Þórir Haraldsson

Meðstjórnendur:

Björgvin Magnússon, Óskar Þorsteinsson, Björgvin Snorrason og Bjarni Ingimarsson.

Æfingar kórsins munu síðan byrja mánudagskvöldið 3. október og eru allir sem áhuga hafa á söng hvattir til að mæta á þessa fyrstu æfingu þar sem alltaf er pláss fyrir söngmenn.

Share