Jólatónleikar í Selfosskirkju:

Kvöldstund með Karlakórnum og Skálholtskórnum

Þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 20.00, bjóða Karlakór Selfoss og Skálholtskórinn til ókeypis jólatónleika í Selfosskirkju. 

Kórarnir hafa áður boðið til svona tónleika sem hafa verið vel sóttir, enda er þetta notaleg stund við kertaljós í fallegu umhverfi kirkjunnar.

Sóknarpresturinn, sr. Guðbjörg Arnardóttir, flytur gestum fallegan boðskap og kórarnir syngja jólalög og rétt er að árétta að aðgangur er ókeypis.

Stjórnandi Karlakórs Selfoss er Skarphéðinn Þór Hjartarson og Jón Bjarnason stjórnar Skálholtskórnum, en Þóra Gylfa­dóttir sópran­söngkona syngur einsöng með Skálholtskórnum.

 

Geisladiskur

Sl. vor gaf Karlakór Selfoss út geisladisk í tilefni 50 ára afmælis kórsins. Vart þarf að nefna að diskurinn er tilvalin jólagjöf til þeirra sem kunna að meta karlakóratónlist, en diskurinn sem kostar 2.500 kr. fæst hjá kórfélögum og í afgreiðslu Prentmets Suðurlands, í Sólningu á Selfossi og í BYKO á Selfossi.

Share